Múslimar reyna að bjarga jólunum Óli Tynes skrifar 5. nóvember 2007 21:30 Frekar Harry Potter ? Áhrifamikil samtök kristinna manna og múslima í Bretlandi ætla að reyna að bjarga jólunum frá pólitískri rétthugsun. Tilefnið er að hugmyndabanki Verkamannaflokksins lagði til að dregið yrði úr gildi jólanna til þess að bæta samskipti mismunandi trúarhópa. Niðurstaða hugmyndabankans var sú að það gæti reynst erfitt að banna jólin. Það ætti þó því aðeins að halda þau hátíðleg að hátíðum annarra trúarbragða yrði gert jafn hátt undir höfði. Samtökin Christian Muslim Forum eru ekki hrifin af þessum hugmyndum. David Gillette, biskup í Bolton er annar formaður samtakanna. Hann sagði við fréttamenn að yfirgnæfandi meirihluti bresku þjóðarinnar vildi halda í sín kristnu jól. Hinn formaðurinn er Sheikh Ibrahim Mogra, æðstiklerkur múslima í Leicester. Hann sagði við fréttamenn að múslimar vildu ekki draga úr gildi nokkurrar hátíðar. Hann telji ekki að jafnrétti náist með því að draga úr mikilvægi þeirra. Einum eða tveimur múslimum væri kannski í nöp við jólin en yfirgnæfandi meirihluti vildi leyfa öllum að hafa sínar hátíðar fyrir sig. Kristið fólk í Bretlandi er áhyggjufullt yfir að verið sé að reyna að ýta kristinni trú til hliðar. Stjórnmálamenn eru farnir að forðast jólakort með kristilegum boðskap og jólahátíðir eru í sumum tilfellum kallaðar eitthvað annað. Árið 1998 skírði Birmingham jólin upp á nýtt og kallaði þau "Winterwal." Og árið 2001 skýrði Luton sína hátíð Luminos og tileinkaði hana Harry Potter frekar en Jesúbarninu. Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Áhrifamikil samtök kristinna manna og múslima í Bretlandi ætla að reyna að bjarga jólunum frá pólitískri rétthugsun. Tilefnið er að hugmyndabanki Verkamannaflokksins lagði til að dregið yrði úr gildi jólanna til þess að bæta samskipti mismunandi trúarhópa. Niðurstaða hugmyndabankans var sú að það gæti reynst erfitt að banna jólin. Það ætti þó því aðeins að halda þau hátíðleg að hátíðum annarra trúarbragða yrði gert jafn hátt undir höfði. Samtökin Christian Muslim Forum eru ekki hrifin af þessum hugmyndum. David Gillette, biskup í Bolton er annar formaður samtakanna. Hann sagði við fréttamenn að yfirgnæfandi meirihluti bresku þjóðarinnar vildi halda í sín kristnu jól. Hinn formaðurinn er Sheikh Ibrahim Mogra, æðstiklerkur múslima í Leicester. Hann sagði við fréttamenn að múslimar vildu ekki draga úr gildi nokkurrar hátíðar. Hann telji ekki að jafnrétti náist með því að draga úr mikilvægi þeirra. Einum eða tveimur múslimum væri kannski í nöp við jólin en yfirgnæfandi meirihluti vildi leyfa öllum að hafa sínar hátíðar fyrir sig. Kristið fólk í Bretlandi er áhyggjufullt yfir að verið sé að reyna að ýta kristinni trú til hliðar. Stjórnmálamenn eru farnir að forðast jólakort með kristilegum boðskap og jólahátíðir eru í sumum tilfellum kallaðar eitthvað annað. Árið 1998 skírði Birmingham jólin upp á nýtt og kallaði þau "Winterwal." Og árið 2001 skýrði Luton sína hátíð Luminos og tileinkaði hana Harry Potter frekar en Jesúbarninu.
Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira