Neyðarlög í Pakistan Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 18:30 Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum. Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira