Viðskipti erlent

Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár

Stjórnendur hjá Merrill Lynch. Þeir brosta varla jafn mikið í dag enda skilaði bankinn fyrsta tapi sínu í sex ár.
Stjórnendur hjá Merrill Lynch. Þeir brosta varla jafn mikið í dag enda skilaði bankinn fyrsta tapi sínu í sex ár. Mynd/AFP

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala.

Afskriftirnar eru tæpum þremur milljörðum dölum meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir.

Þetta er fyrsti fjórðungurinn sem bankinn skilar tapi í sex ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×