Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum 22. október 2007 09:22 Bandarískur hlutabréfamarkaður sló taktinn á föstudag fyrir lækkanahrinu á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/AP Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira