Körfubolti

Stern útilokar ekki NBA í Evrópu

Stern skemmti sér vel við að horfa á Jón Arnór og félaga í gær
Stern skemmti sér vel við að horfa á Jón Arnór og félaga í gær NordicPhotos/GettyImages

David Stern, forseti og alráður NBA deildarinnar í körfubolta, útilokar ekki að deildin muni einn daginn teygja anga sína alla leið til Evrópu.

Stern var viðstaddur æfingaleik Toronto Raptors og Lottomatica Roma í gær þar sem Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik í naumu tapi ítalska liðsins fyrir NBA liðinu frá Kanada.

"Ég hugsa að menn eigi eftir að slúðra mikið um þetta á næstunni. Fólk hló nú að því árið 1992 þegar ég sagði að bilið milli Bandaríkjanna og heimsins myndi mjókka mikið á komandi árum," sagði Stern og lýsti yfir hrifningu sinni á Roma-liðinu.

"Þegar maður horfir á Roma spila sér maður að gæði leiksins hér í Evrópu eru alltaf að aukast og bilið mjókkar enn," sagði Stern.

Tæplega 10,000 manns sáu leik Roma og Toronto í gær, en þar mátti sjá helling af lausum sætum - öfugt við leik Boston og Toronto daginn áður þar sem bekkurinn var þétt setinn í Palalottomatica-höllinni.

Það bliknar í samanburði við knattspyrnuleikina þar í bæ þar sem oftast er húsfyllir á Ólympíuleikvangnum þar sem Lazio og Roma spila heimaleiki sína í knattspyrnunni.

"Ég vil meina að NBA deildin sé dálítið eins og tónlistarbransinn. Sjónvarpsmálin okkar eru þannig eins og geisladiskarnir í tónlistinni - maður getur selt diskana um allan heim en sveitirnar verða líka annað slagið að fara á tónleikaferðalög til að koma sér á framfæri og tengjast aðdáendum sínum," sagði Stern.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×