Viðskipti erlent

Styttist í risayfirtöku

Eitt útibúa ABN Amro í Hollandi.
Eitt útibúa ABN Amro í Hollandi. Mynd/AFP

Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og hinn spænski Santander hafa tryggt sér samþykki 85 prósent hluthafa fyrir yfirtökutilboði í hollenska bankann ABN Amro.

Bankarnir, sem leggja yfirtökutilboðið fram í sameiningu hafa undanfarið hálft ár att kappi við breska bankann Barclays um yfirtöku á hollenska bankanum. Barclays dró sig hins vegar út úr baráttunni í gær eftir að stjórnendur bankans greindu frá því að þeir hefðu ekki náð að tryggja sér samþykki meirihluta hluthafa í bankanum, eða einungis 0,2 prósenta.

Breska blaðið Financial Times hefur eftir ónafngreindum heimildum í dag, að miklar líkur séu á að bankahópurinn geri hluthöfum formlegt tilboð í næstu viku en þá verður niðurstaða af hluthafafundi hollenska bankans kynnt.

Tilboðið hljóðar upp á 70 milljarða evra, jafnvirði sex þúsund milljarða króna. Gangi það eftir verður þetta stærsta yfirtakan í evrópskum fjármálageira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×