Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra.

Mestur var gengismunurinn á mánudag en þá fékkst ein evra fyrir 1,4284 bandaríkjadali.

Fjármálasérfræðingar höfðu almennt gert ráð fyrir því að seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um allt að 50 punkta fyrir árslok. Hefði það gengið eftir myndu vextirnir fara í 4,5 prósent. Það er ekki líklegt nú vegna óróleika á mörkuðum, að mati breska ríkisútvarpsins, BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×