Viðskipti erlent

Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta

Við eitt útibúa Northern Rock þegar viðskiptavinir fyrirtækisins tóku út sparifé sitt á dögunum.
Við eitt útibúa Northern Rock þegar viðskiptavinir fyrirtækisins tóku út sparifé sitt á dögunum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu.

Að sögn viðskiptablaðsins JC Flowers hafa nokkur félög nú þegar lýst yfir áhuga á því að kaupa Northern Rock, sem hefur átt við mikinn vanda að stríða eftir að stjórnendur bankans sögðust hafa tryggt sér vilyrði fyrir neyðarláni frá Englandsbankan kæmi til lausafjárskorts. Við það greip taugaveiklun um sig í Bretland og tóku viðskiptavinir fyrirtækisins út hundruð milljarða króna af sparireikningum sínum hjá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×