Körfubolti

Isiah Thomas fundinn sekur um kynferðislega áreitni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isiah Thomas hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Isiah Thomas hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images

Kviðdómur í New York komst að þeirri niðurstöðu í dag að Isiah Thomas, þjálfari og framkvæmdarstjóri New York Knicks, væri sekur um kynferðislega áreitni.

Anucha Browne Sanders, fyrrum starfsmaður Knicks, kærði Thomas og Madison Square Garden, fyrir kynferðislega áreitni og krafði Thomas um tíu milljóna dollara skaðabætur.

Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Thomas þyrfti ekki að borga skaðabætur en það þyrfti hins vegar James Dolan, stjórnarformaður Madison Square Garden, að gera.

Málsflutningur varði í þrjár vikur og flugu ásakanir á víxl.

Sanders sagði að Madison Square Garden væri hræðilegur vinnustaður fyrir konu. Hún sagði að hann væri „Animal House" í strigaskóm, þar viðgengist klíkuskapur, kynferðisleg mismunun og að dónaleg ummæli væri daglegt brauð.

Hún sagði að Thomas væri orðljótur durgur sem kallaði hana ítrekað „bitch" og „ho" áður en hann játaði ítrekað ást sína á henni. Hann reyndi ítrekað við hana og bað hana um að eiga við sig ástarfundi.

Thomas mun líka hafa beðið klappstýru Knicks, Petra Pope, að daðra við dómara leiks Knicks gegn Nets árið 2004.

Thomas neitaði allri sök.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×