Sport

De la Hoya vill mæta Hatton

De la Hoya mætti síðast Floyd Mayweather
De la Hoya mætti síðast Floyd Mayweather NordicPhotos/GettyImages

Bandaríska hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya segist stefna á að fresta því að leggja hanskana á hilluna um eitt ár til að berjast við Ricky Hatton. Hoya langar að berjast þrisvar í viðbót áður en hann hættir og segist vonast til að Hatton nái að sigra Floyd Mayweather í desember.

"Við skulum bara orða það þannig að ég voni að Hatton vinni. Ég hef fulla trú á honum gegn Mayweather," sagði Hoya, en hann tapaði á stigum fyrir Mayweather í ofurbardaga þeirra fyrir sléttu ári.

"Ég er enn ekki búinn að leggja hanskana á hilluna og ég held að skrokkurinn þoli alveg tvo bardaga í viðrbót. Það væri gaman að taka tvo bardaga á næsta ári í maí og september - og það er ekki útilokað að ég berjist við Hatton á næsta ári," sagði Hoya, sem sjálfur er líka orðinn öflugur mótshaldari.

Hann hefur unnið 10 heimsmeistaratitla í sex deildum yfir 43 bardaga feril sinn og hefur aðeins tapað fimm sinnum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×