Viðskipti erlent

Evran dýr í dollurum

Gengi evru hefur aldrei verið hærra gagnvart bandaríkjadal og nú.
Gengi evru hefur aldrei verið hærra gagnvart bandaríkjadal og nú.

Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Evran kostar nú 1,4130 dali og hefur aldrei verið dýrari.

Gengi bandaríkjadals hefur veikst talsvert síðustu vikurnar, ekki síst í síðustu viku eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði vextina um 50 punkta, nokkuð umfram væntingar fjármálasérfræðinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×