Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti

Viðskiptavinir skoða svínakjöt á markaði í Kína. Verð á kjötinu hefur snarhækkað upp á síðkastið og leitt mikla verðbólguhækkun.
Viðskiptavinir skoða svínakjöt á markaði í Kína. Verð á kjötinu hefur snarhækkað upp á síðkastið og leitt mikla verðbólguhækkun. Mynd/AFP

Kínverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 27 punkta í dag með það fyrir augum að draga úr verðbólgu, sem mædlist 6,5 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 11 ár. Vextirnir standa nú í 7,29 prósentum. Þetta er fimmta stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Greinendur bjuggust almennt við hækkuninni.

Verðbólga hefur aukist hratt á árinu, ekki síst vegna snarprar verðhækkunar á svínakjöti. Framboð á svínakjöti hefur verið afar lítið undanfarið í Kína vegna sjúkdóms í svínum. Hins vegar hefur lítið dregið úr eftispurn.

Greiningur gera ráð fyrir að minnsta kosti einni stýrivaxtahækkun til viðbótar vegna verðbólguþrýstings, að sögn fréttastofunnar Associated Press.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×