Viðskipti erlent

Hveitiverð í hæstu hæðum

Hætta er á að bollurnar verði dýrari á næsta ári þar sem verð á hveiti hefur hækkað mikið á árinu.
Hætta er á að bollurnar verði dýrari á næsta ári þar sem verð á hveiti hefur hækkað mikið á árinu.

Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum.

Birgðir af hveiti hafa ekki verið með minna móti í áraraðir en eftirspurnin hefur sjaldan verið meiri, ekki síst á nýmörkuðum á borð við Kína og Indland.

Breska ríkisútvarpið bendir á að svo geti farið að verð á mjólk og kjötvörum hækki að sama skapi þar sem fæði dýra sé að verða þyngri baggi á bændum en áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×