Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra landsins.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra landsins. Mynd/AFP

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda höfðu flestir reiknað með þessari niðurstöðu. Fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir 25 punkta vaxtahækkun en hún var endurskoðuð í ljósi óróleika á fjármálamörkuðum.

Í rökstuðningi peningamálanefndar bankans segir að óróleiki á fjármálamörkuðum gæti leitt til lausafjárskorts hjá fjármálafyrirtækjum sem gæti komið niður á verðbólgutölum. Verðbólga er engu að síður 1,9 prósent, sem er undir 2,0 prósenta verðbólgumarkmiðum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×