Viðskipti erlent

Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt

Hús til sölu í Bandaríkjunum. Forstjóri eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna segir fátt benda til betri vegar á fasteignamarkaði vestra.
Hús til sölu í Bandaríkjunum. Forstjóri eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna segir fátt benda til betri vegar á fasteignamarkaði vestra. Mynd/AFP

Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts.

Mikillar bjartsýni gætti á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í gær þegar frá því var greint að bandaríski bankinn Bank of America hefði keypt sig inn í Countrywide fyrir tvo milljarða bandaríkjadali, jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru talin mikill stuðpúði enda komi þau í veg fyrir að fyrirtækið fari í gjaldþrot vegna mikilla vanskila hjá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Mozilio sagði í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina í dag að það hefði verið vanhugsað skref hjá Merrill Lynch að gefa út tilkynningu um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins vegna þrenginganna.

Hann sagði ennfremur ástandið enn grafalvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×