Óbreyttir stýrivextir í Japan 23. ágúst 2007 09:18 Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni vegna hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Einungis einn meðlimur peningamálanefndar bankans af níu var fylgjandi hækkun vaxtanna. Í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu fyrir áratug núllstillti seðlabanki Japans stýrivexti árið 2000 og hélt þeim óbreyttum þar til í júlí í fyrra en þá voru þeir hækkaðir um fjórðung úr prósenti. Rökstuðningur bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni er sú að vísbendingar eru upp i um að hátt olíuverð hafi haft neikvæðar afleiðingar fyrir innflutning til Japans. Þá er sömuleiðis reiknað með að samdráttur á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum geti orðið til þess að neytendur vestanhafs haldi að sér höndum auk þess sem sterkt gengi jensins gagnvart Bandaríkjadal geti orðið til þess að dragi úr eftirspurn eftir japönskum vörum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í hálfu prósenti. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Hefði ekki komið til hræringa á markaði er líklegt að bankinn hefði hækkað vextina. Einungis einn meðlimur peningamálanefndar bankans af níu var fylgjandi hækkun vaxtanna. Í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu fyrir áratug núllstillti seðlabanki Japans stýrivexti árið 2000 og hélt þeim óbreyttum þar til í júlí í fyrra en þá voru þeir hækkaðir um fjórðung úr prósenti. Rökstuðningur bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni er sú að vísbendingar eru upp i um að hátt olíuverð hafi haft neikvæðar afleiðingar fyrir innflutning til Japans. Þá er sömuleiðis reiknað með að samdráttur á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum geti orðið til þess að neytendur vestanhafs haldi að sér höndum auk þess sem sterkt gengi jensins gagnvart Bandaríkjadal geti orðið til þess að dragi úr eftirspurn eftir japönskum vörum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira