Viðskipti erlent

Greiða Nike skaðabætur

Skór frá Nike. Þrjú fyrirtæki hafa verið skikkuð til að greiða Nike skaðabætur vegna framleiðslu og sölu á fölsuðum skóm.
Skór frá Nike. Þrjú fyrirtæki hafa verið skikkuð til að greiða Nike skaðabætur vegna framleiðslu og sölu á fölsuðum skóm.

Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir kínverskum fjölmiðlum að vörufölsunin hafi uppgötvast í einni af verslunum Auchan í Sjanghæ í Kína.

Ríkisstjórnir fjölmargra landa, þar á meðal í Bandaríkjunum og í Evrópu, fóru fram á það í síðustu viku að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) geri aðför gegn þeim sem stundi vörufölsun í Kína.

BBC bætir við að þótt Kínverjar hafi lofað að herða sig í baráttunni gegn vörufölsunum af ýmsu tagi þá dafni hún jafnvel og áður en á síðasta ári tóku bandarísk stjórnvöld rúmlega 135 þúsund fölsuð skópör sem framleidd höfðu verið undir merkjum Nike í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×