Viðskipti erlent

Góð byrjun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa á markaðnum hækkaði við opnun viðskipta í dag.
Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa á markaðnum hækkaði við opnun viðskipta í dag. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði ið opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að seðlabanki landsins ákvað að koma til móts við niðursveiflu á mörkuðum með lækkun millibankavaxta.

Dow Jones-vísitalan hefur nú hækkað um rúm 2,5 prósent en Nasdaq-vísitalan um tæp þrjú prósent. Aðrir hlutabréfamarkaðir hafa sömuleiðis tekið vel við sér eftir að ákvörðunin lá fyrir, þar á meðal hér á landi.

Fjárfestar hafa lengi þrýst á um aðgerðir seðlabankans til að bregðast við niðursveiflunni síðustu vikurnar sem leiða má til samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði í vor.

Fréttastofan Associated Press segir óró á markaðnum. Ekki liggi fyrir hvað framtíðin beri í skauti sér og sé óvíst hvort hræringarnar séu að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×