Matsfyrirtækin brugðust seint við 16. ágúst 2007 09:46 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem ætar að skoða hvers vegna matsfyrirtækin brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að skoða hvers vegna lánshæfismatsfyrirtæki brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Times. Blaðið hefur eftir ráðamönnum í Brussel að matsfyrirtækin hefðu átt að bregðast fyrr við og vara við kaupum á bandarískum fasteignalánasöfnum í ljósi samdráttarins sem hefur falli á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Blaðið segir framkvæmdastjórnina hafa reyndar fundað með forsvarsmönnum matsfyrirtækisins Standard & Poor's vegna málsins í síðasta mánuði og var þar áhyggjum ESB á framfæri. Í kjölfar verðfalls á flestum fjármálamörkuðum eru fjárfestar afar áhættufælnir og hafa þeir flestir horfið frá kaupum á fasteignalánum sem þessum, að sögn blaðsins. Fyrirtæki sem enn sitja uppi með lánasöfn hafa reynt eftir mætti að losa sig við þau, oft á tíðum með miklum afslætti sem hefur skilað sér í tap hjá fyrirtækjunum.Vonast til að fasteignalánamarkaðurinn jafni sig í lok sumar og verði jafnvægi náð í næsta mánuði. Batinn verður hins vegar rólegur, að mati Times, sem þó tekur fram að mesta hættan liggi í því að samdrátturinn geti leitt til þess að neytendur dragi saman seglin. Dragist einkaneysla saman getur það skilað sér í minni hagvexti en áður var spáð, að sögn Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að skoða hvers vegna lánshæfismatsfyrirtæki brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Times. Blaðið hefur eftir ráðamönnum í Brussel að matsfyrirtækin hefðu átt að bregðast fyrr við og vara við kaupum á bandarískum fasteignalánasöfnum í ljósi samdráttarins sem hefur falli á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Blaðið segir framkvæmdastjórnina hafa reyndar fundað með forsvarsmönnum matsfyrirtækisins Standard & Poor's vegna málsins í síðasta mánuði og var þar áhyggjum ESB á framfæri. Í kjölfar verðfalls á flestum fjármálamörkuðum eru fjárfestar afar áhættufælnir og hafa þeir flestir horfið frá kaupum á fasteignalánum sem þessum, að sögn blaðsins. Fyrirtæki sem enn sitja uppi með lánasöfn hafa reynt eftir mætti að losa sig við þau, oft á tíðum með miklum afslætti sem hefur skilað sér í tap hjá fyrirtækjunum.Vonast til að fasteignalánamarkaðurinn jafni sig í lok sumar og verði jafnvægi náð í næsta mánuði. Batinn verður hins vegar rólegur, að mati Times, sem þó tekur fram að mesta hættan liggi í því að samdrátturinn geti leitt til þess að neytendur dragi saman seglin. Dragist einkaneysla saman getur það skilað sér í minni hagvexti en áður var spáð, að sögn Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira