Innlent

Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar

Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið.

Það er Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskipum, sem situr í efsta sæti skattgreiðenda á Vesturlandi og er eina skattadrottning landsins ef svo má að orði komast en opinber gjöld hennar námu tæpum 26 milljónum króna.

Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis en hann greiðir rúmar 34,4 milljónir króna.

Á Norðurlandi vestra trónir útgerðarmaðurinn Stefán Jósefsson á toppnum með tæpar 17 og hálfa milljón króna í opinber gjöld.

Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri er skattakóngur Norðurlands eystra en opinber gjöld hans nema rúmum 118 milljónir króna. Það setur hann einnig í fimmta sætið yfir gjaldahæstu menn landsinns og gerir hann þar með að skattakóngi landsbyggðarinnar að frátöldu Reykjanesi.

Jón Hafdal Héðinsson, fyrrum útgerðarmaður frá Hornafirði greiðir hæst gjöld allra á Austurlandi eða rúmar 42 milljónir króna. Aðeins munar um 30 þúsund krónum á honum og Hrefnu Lúðvíksdóttur sem situr í því öðru, einnig með rúmar 42 milljónir króna.

Skattakóngur Suðurlands er Guðmundur Birgisson, Núpum Ölfusi en hann greiðir tæpar 66 milljónir í opin bergjöld og í Vestmannaeyjum er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, skattakóngur þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir króna.

Sjá sjónvarpsfrétt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×