Erlent

Þarf fótboltastjórn í Írak?

Óli Tynes skrifar
Írösku fótboltastrákarnir fagna.
Írösku fótboltastrákarnir fagna. Getty Images

Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið  vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn.

Í liðinu var að finna öll þjóðarbrot Íraks; súnnía, sjía og kúrda. Og þótt ágreiningur hafi vissulega komið upp í liðinu stóð það saman sem einn maður þegar á hólminn var komið. Það er meira en hægt er að segja um stjórnmálamenn af þessum þjóðarbrotum sem stýra landinu og eiga í stöðugum átökum.

Fréttaskýrendur segja að fótboltasigurinn sýni að þjóðarstolt sé vissulega til staðar í Írak og að þjóðin geti glaðst saman. Það séu góðar fréttir. Nú sé bara að sjá hvort stjórnmálamennirnir noti þetta tækifæri til þess að gefa þjóðinni eitthvað til að gleðjast yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×