Erlent

Tölvuunnin listaverk

Margar myndir mynda eitt veggspjald.
Margar myndir mynda eitt veggspjald.

Á Rasterbator má búa til allt að 20 metra stór plaköt úr ljósmyndum á tölvutæku formi. Rasterbator er sniðugt viðfangsforrit á netinu, sem býr til risastórar eftirmyndir úr hvaða mynd sem er, sem hægt er að prenta út á nokkrum blaðsíðum og setja saman í plakat.

Maður fer einfaldlega inn á síðuna homokaasu.org/rasterbator og halar þar niður mynd, annað hvort úr eigin safni eða af netinu þar sem leyfi er gefið.

Þegar maður hefur átt við myndirnar og er orðinn ánægður með útkomuna lætur maður forritið senda sér þær á pdf-skjali, sem tiltölulega auðvelt er að prenta út.

Forritin Macromedia Flash Player 7 og Adobe Reader, eða annað forrit til að skoða pdf-skjöl, eru síðan nauðsynleg til að geta prentað út myndirnar.

Frekari fróðleikur og myndasöfn er að finna á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×