Erlent

Verkfræði, hreyfilist og tækni

Margfættur dreki með ótrúlega flókna beinagrind þar sem hvert bein hefur áhrif á það næsta í keðjuverkun sem ljær verunni kraftinn til að ganga um.
Margfættur dreki með ótrúlega flókna beinagrind þar sem hvert bein hefur áhrif á það næsta í keðjuverkun sem ljær verunni kraftinn til að ganga um.

Theo Jansen hannar furðuverur sem feykjast um hollenskar strendur. Hollendingurinn Theo Jansen er hreyfiaflsskúlptúristi. Hann er listamaður sem nýtir sér tækni og verkfræði til að búa til stórkostlegar furðuverur með ótal fætur sem knúnar eru áfram af veðri og vindum.

Jansen lærði vísindi við háskólann í Delft í Hollandi og bjó árið 1980 til fljúgandi undirskál sem raunverulega gat flogið. Hún sveif yfir Delft og kom almenningi og lögreglunni í talsvert uppnám.

 

Þessi vindknúna skepna líkist helst blöndu af fíl og krabba.

Síðastliðin tíu ár hefur hugur hans dvalið við að búa til nýjar lífverur úr gulum plaströrum. Hann býr til flóknar beinagrindur sem geta gengið í vindi.

Á vefsíðunni www.strandbeest.com er hægt að skoða myndbönd af nokkrum verum úr smiðju Jansens og er ótrúlegt að sjá risastórar skepnurnar líða um sandinn líkt og krabbadýr.

Lokamarkmið Jansens er að skepnurnar hans verði í stórum hjörðum á ströndunum og lifi þar eigin lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×