Erlent

Herpes gegn krabbameini

Herpes-veiran er kannski ekki eins slæm og flestir halda.
Herpes-veiran er kannski ekki eins slæm og flestir halda.

Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn hafa þróað gæti reynst vel í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sem kynnt var á læknaráðstefnu í Lugano í Sviss gefur til kynna að veiran eyði krabbameinsfrumum.

Herpes-veiran, sem heitir NV1020, hefur verið breytt af vísindamönnum þannig að hún fjölgi sér í krabbameinsfrumum og eyði þeim um leið. Veiran virðist samkvæmt fyrstu gögnum ekki gera heilbrigðum frumum mein.

„Við vonumst með þessu til að geta veitt meðferð við krabbameini án aukaáhrifa," segir Dr. Axel Mescheder hjá líftæknifyrirtækinu MdiGene í München.

Veiran hefur verið prófuð á dýrum en um þessar mundir stendur yfir rannsókn í Bandaríkjunum þar sem verið er að prófa meðferðina á mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×