Erlent

Hvítlaukur við vindgangi

Vísindamenn við háskólann í Wales sem rannsaka áhrif vindgangs búfénaðar á hlýnun jarðar hafa dottið niður mögulega lausn - að fóðra hann á hvítlauk.

Sérfræðingar telja að kýr beri ábyrgð á um þremur prósentum af heildar losun gróðurhúsalofttegunda í Bretlandi. Ein kýr getur framleitt allt að fimm hundruð lítrum af illa þefjandi lofti á dag. En rannsókn sem staðið hefur yfir í þrjú ár bendir til að hvítlauksblandað fóður geti dregið úr losuninni um allt að helming. Vísindindamennirnir segja að hvítlaukurinn ráðist beint á örverur sem framleiða metangas í görnum dýranna. Þeir kanna nú hvort laukurinn geti rýrt gæði mjólkur eða kjöts, eða valdið andfýlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×