Fótbolti

Laudrup tekinn við Getafe

Michael Laudrup
Michael Laudrup NordicPhotos/GettyImages

Spænska knattspyrnufélagið Getafe beið ekki boðanna í dag þegar tilkynnt var að Bernd Schuster yrði næsti þjálfari Real Madrid og tilkynnti um leið að félagið hefði gert tveggja ára samning við dönsku goðsögnina Michael Laudrup um að gerast þjálfari liðsins.

Samningar við Laudrup höfðu legið fyrir lengi, en nú fyrst var hægt að tilkynna það vegna langra og erfiðra viðræðna við Real Madrid um bótagreiðslur vegna Schuster. Real greiddi Getafe um 40 milljónir króna fyrir Schuster, sem átti ár eftir af samningi sínum.

Laudrup átti glæsilegan feril sem leikmaður með danska landsliðinu, Real Madrid, Barcelona og Juventus á sínum tíma. Hann var aðstoðarmaður Morten Olsen með danska landsliðinu á árunum 2000-2002 og stýrði danska liðinu Bröndby með frábærum árangri frá 2002-2005 þar sem liðið vann m.a. tvöfalt árið 2005. Hann hefur ekki starfað sem þjálfari síðan. Getafe endaði í níunda sæti í deildinni í sumar og leikur í UEFA keppninni á næsta ári eftir að hreppa silfrið í Konungsbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×