130 manns hið minnsta féllu Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 12:19 Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði. Vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk á fjölförnu markaðstorgi í borginni í gær. 20 íbúðarhús í borginni hrundu til grunna í árásinni og 20 til viðbótar skemmdust mikið. 50 verslunarhús nærri markaðnum skemmdust. Talið er að margir liggi enn í rúsunum látnir eða illa særðir en 20 hið minnsta er enn saknað. Bærin Amirli er afskekktur og því þurfti að flytja særða um langan veg til aðhlynningar á sjúkrahúsum í stærri borgum, þar á meðal Kirkuk. Margir dóu á leið til lækna. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir árásina í gær svívirðilegan glæp sem verði refsað harðlega fyrir. Hann segir andspyrnumenn ábyrga og árásina merki um vonleysi þeirra. Talsmaður Bandaríkjahers óttast fleiri árásir sem þessa á næstu vikum og þær verði líkast til verk öfgasinnaðra súnníta. Hann segir margt benda til þess að einhverjir úr þeirra röðum hafi skipulagt og framkvæmt árásina í gær. Íbúar í Amirli og Tuz Khurmato í Norður-Írak eru af ýmsum þjóðarbrotum. Kirkuk sem er í nágrenninum liggur utan við yfirráðasvæði Kúrda í norðri en Kúrdar telja Kirkuk höfuðborg sína. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu Kirkuk héraðs verður haldin fyrir lok ársins. Fleiri mannskæðar árásir hafa verið gerðar í Írak í morgun. 23 borgarar hið minnsta féllu og 27 særðust þegar árás var gerð á skrifstofu hersins austur af Falluja þar sem fjölmargir voru komnir til að skrá sig í herinn. Fregnir hafa einnig borist af því að 2 hið minnsta hafi fallið í sprengjuárás nærri skráningarstöð hersins í bænum Kharma, sem er skammt frá Falluja. Í höfuðborginni, Bagdad, voru 2 sprengjuárásir gerðar í morgun en engar fréttir hafa enn borist af mannfalli. Erlent Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði. Vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk á fjölförnu markaðstorgi í borginni í gær. 20 íbúðarhús í borginni hrundu til grunna í árásinni og 20 til viðbótar skemmdust mikið. 50 verslunarhús nærri markaðnum skemmdust. Talið er að margir liggi enn í rúsunum látnir eða illa særðir en 20 hið minnsta er enn saknað. Bærin Amirli er afskekktur og því þurfti að flytja særða um langan veg til aðhlynningar á sjúkrahúsum í stærri borgum, þar á meðal Kirkuk. Margir dóu á leið til lækna. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir árásina í gær svívirðilegan glæp sem verði refsað harðlega fyrir. Hann segir andspyrnumenn ábyrga og árásina merki um vonleysi þeirra. Talsmaður Bandaríkjahers óttast fleiri árásir sem þessa á næstu vikum og þær verði líkast til verk öfgasinnaðra súnníta. Hann segir margt benda til þess að einhverjir úr þeirra röðum hafi skipulagt og framkvæmt árásina í gær. Íbúar í Amirli og Tuz Khurmato í Norður-Írak eru af ýmsum þjóðarbrotum. Kirkuk sem er í nágrenninum liggur utan við yfirráðasvæði Kúrda í norðri en Kúrdar telja Kirkuk höfuðborg sína. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu Kirkuk héraðs verður haldin fyrir lok ársins. Fleiri mannskæðar árásir hafa verið gerðar í Írak í morgun. 23 borgarar hið minnsta féllu og 27 særðust þegar árás var gerð á skrifstofu hersins austur af Falluja þar sem fjölmargir voru komnir til að skrá sig í herinn. Fregnir hafa einnig borist af því að 2 hið minnsta hafi fallið í sprengjuárás nærri skráningarstöð hersins í bænum Kharma, sem er skammt frá Falluja. Í höfuðborginni, Bagdad, voru 2 sprengjuárásir gerðar í morgun en engar fréttir hafa enn borist af mannfalli.
Erlent Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira