Fótbolti

Beckham skilaði Real 37 milljörðum

NordicPhotos/GettyImages

Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins.

Beckham leikur sinn fyrsta leik með LA Galaxy í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði og var hann keyptur til Real frá Manchester United fyrir 25 milljónir punda. Hann skilaði því vel til baka í kassann fyrir spænska liðið, sem halaði inn 300 milljónum punda til baka.

Sagt er að ein milljón búninga með nafni Beckham hafi selst strax á fyrsta hálfa árinu hans hjá Real og jókst hagnaður af varningi tengdum liðinu um 137% á árunum sem Beckham spilaði með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×