Körfubolti

Darko úti í kuldanum

Darko Milicic hefur ekki staðið undir væntingum í NBA - en er engu að síður eftirsóttur
Darko Milicic hefur ekki staðið undir væntingum í NBA - en er engu að síður eftirsóttur NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Darko Milicic hjá Orlando Magic er ekki sáttur við forráðamenn NBA-liðsins eftir að þeir drógu til baka fyrirhugað tilboð um framlengingu á samningi hans. Orlando hefur boðið Rashard Lewis svo háan samning að óvíst er hvort félagið nær að halda Milicic í kjölfarið.

Orlando má fara yfir launaþakið til að semja við Milicic en reiknað er með því að liðið vilji heldur reyna að halda honum og láta Seattle hafa leikmenn í skiptum fyrir Lewis svo allt gangi upp varðandi launaþakið. Umboðsmaður Milicic er æfur yfir ákvörðun forráðamanna félagsins og lét hafa eftir sér að skjólstæðingur hans myndi aldrei spila fyrir Orlando framar ef sami framkvæmdastjóri verði áfram hjá félaginu.

Milicic hefur ekki gert miklar rósir síðan hann kom inn í deildina árið 2003 með köppum á borð við Dwyane Wade, Carmelo Anthony, Chris Bosh og sjálfum LeBron James. Það breytir því ekki að mikill áhugi er hjá nokkrum liðum á að krækja í Milicic sem er talinn efnilegur þrátt fyrir allt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×