Viðskipti erlent

Alcoa kíkir ekki í bækur Alcan

Álver Alcan í Straumvík í bakgrunni.
Álver Alcan í Straumvík í bakgrunni. Mynd/GVA

Kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hefur neitað bandaríska álframleiðandanum Alcoa, sem rekur álver við Reyðarfjörð, að að skoða bókhald fyrirtækisins. Alcoa hefur ýjað að því að það geti hugsað sér að bæta yfirtökutilboð sitt í Alcan, sem hljóðar upp á 28 milljarða dala, jafnvirði 1.739 milljarða íslenskra króna.

Fleiri félög hafa verið orðuð við yfirtökutilboð í Alcan, þar á meðal ál- og námafélögin BHP Billiton og Rio Tinto.

Að sögn kanadíska dagblaðsins Globe & Mail hefur brasilíska námafélagið Companhia Vale do Rio Doce sömuleiðis gefið út að það hafi áhuga á að bjóða í Alcan.

Blaðið segir ástæðuna fyrir því að Alcan hleypi Alcoa ekki í bækurnar þær að fyrirtækið hafi ekki skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að það ætli að láta af óvinveittri yfirtöku sinni á félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×