Viðskipti erlent

Stærsta yfirtaka í Kanada

Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada.

Bell Canada er geysistórt fyrirtæki með veltu í fyrra upp á 16 milljarða dala, jafnvirði eitt þúsund milljarða íslenskra króna, um 18 milljón viðskiptavini og 54.000 starfsmenn.

Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur yfirtökubaráttan um símafélagið verið hörð og hafa nokkrir fjárfestingasjóðir og önnur fjarskiptafélög setið um það. Þar á meðal var Telus, næst stærsta fjarskiptafyrirtækið Kanada.

Fjárfestingasjóðirnir Providence Equity Partners og Madison Dearborn Partners báru hins vegar sigur úr býtum en þeir kaupa félagið ásamt kanadíska lífeyrissjóðnum, The Ontario Teachers' Pension Plan Board.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×