Erlent

Tafla gegn offitu

Ítalskir vísindamenn hafa þróað einfalda töflu sem gæti komið offitusjúklingum að góðum notum. Taflan er gerð úr sérstöku vatnshlaupi og þenst út í maga. Þannig dregur hún úr hungri og megrun ætti því að auðveldast fyrir vikið.

Töfluna á að innbyrða hálftíma fyrir matmálstíma. Hún er unnin úr lífrænum efnasamböndum og ætti að skolast áfallalaust burt úr líkamanum á um það bil sex klukkustundum.

Þróun töflunnar eru á byrjunarstigi og ítölsku vísindamennirnir stilla væntingum sínum í hóf. Þeir segja frekari rannsókna þörf. Nú er verið að prófa gripinn á níutíu offitusjúklingum. Fylgst er grannt með hversu mikið þeir léttast og hvort aukaverkanir fylgja töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×