Fótbolti

Getafe: Schuster er ekki að taka við af Capello

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Getafe á Spáni gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem félagið neitar því að Bernd Schuster sé eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Capello var rekinn frá Real í dag og því hefur verið haldið fram lengi að Schuster taki við af honum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Getafe út næstu leiktíð.

"Vegna þeirra frétta sem verið hafa á kreiki í fjölmiðlum í dag vill stjórn Getafe taka það skýrt fram að félagið hefur ekki samþykkt að láta þjálfarann Bernd Schuster fara til Real Madrid eða neitt annað. Hann er samningsbundinn og það er ekkert til í sögusögnum sem verið hafa á kreiki um annað. Við förum fram á það að komið verði fram við okkur eins og atvinnumenn og af virðingu," sagði í yfirlýsingu frá félaginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×