Viðskipti erlent

Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum

Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir.

Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti, að sögn Bloomberg.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að munurinn skýrist að mest af minni viðskiptahalla en gert hafði verið ráð fyrir.

Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að þeir geri ráð fyrir betri hagvexti á yfirstandandi fjórðungi vestra.

Seðlabanki Bandaríkjanna gerir grein fyrir vaxtaákvörðun sinni síðar í dag. Gert er ráð fyrir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 5,25 prósentum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×