Viðskipti erlent

Metafkoma hjá BBC

Skot úr sjónvarpsþáttunum Doctor Who, sem BBC framleiðir en sýndir eru í Ríkissjónvarpinu.
Skot úr sjónvarpsþáttunum Doctor Who, sem BBC framleiðir en sýndir eru í Ríkissjónvarpinu.
Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu.

Á sama tíma í fyrra nam hagnaður BBC 89,4 milljónum punda.

Á sama tíma gengur stafræn miðlun BBC ekki jafn vel en tap hjá þeirri línu útvarpsins nam 3,9 milljónum punda, jafnvirði 491 milljónar íslenskrar krónu. Þetta er talsvert meira tap en ári áður þegar það nam 1,6 milljónum punda.

Að sögn BBC hafa 1,9 milljónir mynddiska af þáttunum Doctor Who selst víða um heim.

Mestur hluti tekna útvarpsins fer í dagskrárgerðar, að sögn BBC.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×