10.000 stuðningsmenn fylgja Hatton til Las Vegas 23. júní 2007 14:22 Hatton og Castillo berjast um titil í beinni á Sýn í nótt í bardaga sem ætti að verða mjög fjörugur NordicPhotos/GettyImages Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt. Þeir Hatton og Castillo náðu báðir að koma sér í rétta þyngd fyrir bardagann en óttast var að Castillo yrði of þungur eins og stundum hefur komið fyrir hjá honum á ferlinum. Hatton hótaði að ekkert yrði af bardaganum ef Castillo næði ekki réttri þyngd, en bardaginn getur nú farið fram í nótt eins og til stóð. Aldrei fyrr hefur breskur boxari fengið svo frítt föruneyti með sér til Bandaríkjanna á bardaga og nýtur Hatton í kvöld sérstaks stuðnings framherjans Wayne Rooney - sem ætlar að halda á meistarabeltunum hans inn í hringinn. Þeir félagar hafa ekki látið misjafnar skoðanir sínar á knattspyrnunni þvælast fyrir sér í að tengjast vináttuböndum - en Hatton er yfirlýstur stuðningsmaður Manchester City. "Það er frábært að vera hérna og taka þátt í þessu með Ricky og okkar hlakkar mikið til að sjá hann berjast," sagði Wayne Rooney sem horfir á bardagann með konu sinni Coleen. Hatton hefur lofað góðri sýningu í kvöld og á von á því að taka vel á því eftir bardagann. "Við getum í það minnsta fengið okkur einn gráan eftir bardagann og ég get fullvissað ykkur öll um að þeir verða ekki fáir drykkirnir," sagði Hatton brattur. Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt. Þeir Hatton og Castillo náðu báðir að koma sér í rétta þyngd fyrir bardagann en óttast var að Castillo yrði of þungur eins og stundum hefur komið fyrir hjá honum á ferlinum. Hatton hótaði að ekkert yrði af bardaganum ef Castillo næði ekki réttri þyngd, en bardaginn getur nú farið fram í nótt eins og til stóð. Aldrei fyrr hefur breskur boxari fengið svo frítt föruneyti með sér til Bandaríkjanna á bardaga og nýtur Hatton í kvöld sérstaks stuðnings framherjans Wayne Rooney - sem ætlar að halda á meistarabeltunum hans inn í hringinn. Þeir félagar hafa ekki látið misjafnar skoðanir sínar á knattspyrnunni þvælast fyrir sér í að tengjast vináttuböndum - en Hatton er yfirlýstur stuðningsmaður Manchester City. "Það er frábært að vera hérna og taka þátt í þessu með Ricky og okkar hlakkar mikið til að sjá hann berjast," sagði Wayne Rooney sem horfir á bardagann með konu sinni Coleen. Hatton hefur lofað góðri sýningu í kvöld og á von á því að taka vel á því eftir bardagann. "Við getum í það minnsta fengið okkur einn gráan eftir bardagann og ég get fullvissað ykkur öll um að þeir verða ekki fáir drykkirnir," sagði Hatton brattur.
Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira