Garnett sagði nei við Boston Celtics 22. júní 2007 00:58 Kevin Garnett hefur leikið með Minnesota í 12 ár og er löngu kominn á endastöð með liðinu. Hann er nú orðaður stíft við Phoenix Suns NordicPhotos/GettyImages ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann. NBA Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann.
NBA Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira