Sport

Castillo: Hatton hefur aldrei mætt manni eins og mér

Castillo og Hatton eigast við þann 23. júní í Las Vegas
Castillo og Hatton eigast við þann 23. júní í Las Vegas NordicPhotos/GettyImages

Jose Luis Castillo gefur lítið fyrir flekklausan árangur andstæðings síns Ricky Hatton fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 23. júní næstkomandi. Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo vill meina að margir þeirra hafi komið gegn lélegum andstæðingum.

Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo hefur tapað 7 af 55 bardögum sínum á ferlinum. "Árangur Hatton í hringnum gefur ekki rétta mynd af því hve góður boxari hann er og ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé taplaus. Hann mun tapa fljótlega. Ég hef barist við og sigrað nokkra af bestu hnefaleikamönnum heimsins og Hatton getur ekki státað af því að hafa barist við menn eins og Diego Corrales, Floyd Mayweather og Joel Casamayor," sagði Castillo.

Stærsti sigur Hatton á ferlinum til þessa hefur líklega verið Kostya Tszyu, sem hann sigraði í 11 lotum fyrir tveimur árum. Castillo gefur lítið fyrir þann sigur. "Hann barðist við Tszyu þegar hann var langt frá sínu besta og hafði stuðning áhorfenda," sagði Castillo, en viðurkenndi að Hatton væri þó góður hnefaleikari. "Hatton er góður og sterkur hnefaleikari en ég hlakka til að rota hann. Hann hefur aldrei mætt manni eins og mér í hringnum og ég mun nota hraða minn til að lumbra á honum," sagði Castillo.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×