Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrur.
Evrur.

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Gert hafði verið ráð fyrir hækkuninni þar sem vísbendingar eru um að verðbólga sé að hækka á evrusvæðinu og búist við að seðlabankinn muni grípa til aðgerða til að sporna gegn aukningunni.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er ekki gert ráð fyrir annarri stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×