Viðskipti erlent

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Thomas Knutzen, talsmaður Norsk Hydro, segir í samtali við fréttastofu Associated Press, að fyrirtækið hafi gert hagkvæmnisathugun um byggingu 340.000 tonna álvers. Þyrfti því til viðbótar að reisa 500 megavatta vatnsorkuver.

„Við fórum ekki lengra en að kanna málið en töldum allt eins líkur á að við færum ekki lengra með málið," segir Knutzen og bætti við að heimastjórnin hefði verið fljót til að snúa sér til annars aðila.

Með samningnum við Alcoa hefur félagið náð sér í einráða stöðu um byggingu álvers á Grænlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×