Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Kauphöllin í Sjanghæ í Kína.
Kauphöllin í Sjanghæ í Kína. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær.

Áhrifanna í gær gætti lítillega á helstu fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Þeir jöfnuðu sig hins vegar þegar á leið daginn.

Ástæðan fyrir lækkuninni í gær var ótti fjárfesta í Kína við að stjórnvöld hyggist hækka fjármagnstekjuskatt til að hægja á þenslunni á hlutabréfamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×