Innlent

Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar

Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2.

Hugmyndasamkeppnin hefur verið samþykkt í borgarráði. Svæðinu er skipt í tvennt, annars vegar er Lækjartorg og byggðin umhverfis, en auk þess stærri reitur sem miðast við Pósthússtræti, Hótel Borg, Skólastræti, Stjórnarráðið og Tryggvagötu. Gera á tillögur að við- og nýbyggingum þar sem það er talið svæðinu til framdráttar. Auglýst verður eftir arkitektastofum sem hafa áhuga á að taka þátt og fimm til sex valdar af dómnefnd. Einnig verður auglýst eftir tillögum frá almenningi. Tillögur eiga að liggja fyrir í byrjun ágúst. Stefnt er að því að deiliskipulag svæðisins verði fullmótað á komandi hausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×