Prjónar og málar - einhent 29. maí 2007 18:48 Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma? Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma?
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira