Fótbolti

Klúður í Aþenu

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa.

Lögregla þurfti að beita kylfum og táragasi til að skakka leikinn vegna óláta stuðningsmanna Liverpool sem reiddust þegar þeim var sagt að leikvangurinn væri fullur og tæki ekki við fleira fólki. Sendiherra Breta í Grikklandi segir að upptök látanna megi rekja til þess að nokkrir stuðningsmenn með gilda miða fengu ekki að fara inn á völlinn og því sé eðlilegt að þeir hafi brugðist illa við.

Íþróttamálaráðherrann á Englandi ætlar að taka málið upp við Michel Platini forseta UEFA á fundi þeirra eftir tvær vikur og segir mjög blóðugt að fólk sem greitt hafi fúlgur fjár fyrir miða og ferðalag skuli hafa verið snúið frá vellinum. Bretar hafa sumir hverjir gagnrýnt það harðlega frá upphafi að leikurinn skyldi haldinn á þessum velli þar sem hann þótti taka of fáa áhorfendur og væri ekki sérsniðinn knattspyrnuleikvangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×