Innlent

Hjólhýsasprengja

Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum.

Fyrirbærið hjólhýsi sást varla á vegum landsins í á annan áratug. En það hefur varla farið framhjá nokkrum sem keyrir þjóðvegi landsins á sumrin að þeim hefur fjölgað. Verulega. Og það eru engar ýkjur þegar litið er á tölur frá Umferðarstofu.

Árið 2002 voru 24 hjólhýsi skráð í fyrsta skipti hjá Umferðarstofu, tveimur árum síðar voru 147 skráð, í hittifyrra 413 en á síðasta ári voru hvorki meira né minna en 698 hjólhýsi skráð. Það sem af er þessu ári er búið að skrá 216 hjólhýsi.

Sölustjóri hjá Víkurverki hefur enga einhlíta skýringu á þessum skyndilega sölukipp - nema þá að fólk vilji meiri þægindi á ferðalögum innanlands.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×