Erlent

Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið

Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum.

Þá getur hún tekið myndir úr allt að 500 metra hæð. Þyrlan verður fyrst um sinn notuð til að fylgjast með því stórum samkomum og óeirðum ásamt vandræðum í umferðinni.

Lögregla segir að almenningur þurfi ekki að óttast að brotið verði gegn friðhelgi einkalífsins með þyrlunni því vel verði fylgst með noktun hennar og strangar reglur gildi þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×