Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi

Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum.

BBC hefur ennfremur eftir greinanda að með viðskiptunum hafi Blackstone, sem er einn af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi, sömuleiðis opnast leið inn í Kína. Það mun vera öðrum fjárfestingafélögum erfiðara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×