Sport

Stór dagur í Rússlandi fyrir íslenska hestinn

Rétt í þessu var að ljúka sýnikennslu íslenska hópsins og blaðamannafundi þar sem Hafliði Halldórsson, Gunnar Arnarsson og fleiri úr íslensku nefndinni svöruðu spurningum blaðamanna frá öllum heimshornum. Eftir sýnikennsluna kom óvænt heimsmeistari í dressure reiðmennsku á íslenskum klár ríðandi inní höllina við mikinn fögnuð áhorfenda þar sem að flest allir gestir hússins könnuðust við þennan knapa.

Óvæntasta atriðið gerðist baksviðs þar sem að Lorenzo prófaði í fyrsta skipti íslenskan hest, Marel frá Feti og myndaðist á 4-5 mínútum fjölmiðlafár í kring um íslensku knapana þar sem fremstu reiðmenn Rússlands voru saman komnir og töluðu við íslensku knapana og íslensku sendinefndina.

Svo það má segja að þetta sé happadagur fyrir útrás íslenska hestsins í Rússlandi en vert er að minna á hverjir það eru sem hafa gert þetta verkefni mögulegt og það eru markaðsmenn íslenska hestsins, fyrst og fremst má nefna Flugleiðir, Íshesta, íslenska sendiráðið í Moskvu, Benedikt Ásgeirsson sendiherra, Sirpa Brumton, Hestabúgarðurinn Kuuma farm, Hrossaræktarbúið Austurkot, Ármót, Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Pekka Mekkinen, Rofilm, Hestafréttir, Hinrik Þór Sigurðsson, Katie Brumton, Pilvi Rovpasalo og Tina Hindunen.

 

HORFA Á SÝNINGU




Fleiri fréttir

Sjá meira


×