Sport

De la Hoya - Mayweather rakaði inn 7,6 milljarða

De la Hoya og Mayweather ættu að eiga fyrir salti í grautinn eftir síðustu helgi
De la Hoya og Mayweather ættu að eiga fyrir salti í grautinn eftir síðustu helgi AFP

Bardagi þeirra Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather á dögunum stóð undir væntingum þegar litið er á fjármálahliðina en nú hefur verið staðfest að bardaginn rakaði 7,6 milljörðum króna í kassann og er því dýrasti bardagi allra tíma.

120 milljónir dollara rökuðust inn í kassann af bardaganum um síðustu helgi þar sem Mayweather settist í helgan stein 20 milljónum dollara ríkari. De la Hoya þarf ekki að örvænta þrátt fyrir tapið - því talið er að hann hafi unnið sér inn 45 milljónir dollara fyrir bardagann, eða hátt í 2,9 milljarða króna.

Bardagi þeirra félaga var sá bardagi í hnefaleikasögunni sem rakaði inn mestar tekjur og sló met bardaga Tyson og Lennox Lewis um 8 milljónir dollara. 2,15 milljónir dollara skiluðu sér inn í kassann vegna áskriftasölu á bardagann stakan og toppaði það einnig met sem Tyson og Holyfield settu árið 1997 þegar Tyson beit í eyrað á Holyfield - en þá skiluðu sér 1,99 milljón dollara í kassann í áskriftasölu.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×