Mayweather vann nauman sigur á De la Hoya 6. maí 2007 05:11 Mayweather getur hætt sáttur eftir sigurinn á De la Hoya NordicPhotos/GettyImages Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti. Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti.
Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira